Steiktir stórir tómatar

Image

Suðurríkja eldamennska heillar mig, þar kunna menn að brasa. Alveg síðan ég sá Fried Green Tomatoes myndina þá hefur mig langað til að prófa þetta og lét verða af því.

Grænir tómatar eru reyndar vandfundnir á þessum árstíma en ég fann stóra og góða tómata í Nóatúni, skar þá gróft og setti í deig.

Innihald
Tómatar
Olía
Egg
Hveiti
Hvítlauksduft
Þurrkað basil
Raspur (heimagerður)
Salt og pipar
Sesam

Tómötunum er velt upp úr hrærðu eggi og síðan í hveiti með hvítlauksdufti, þá aftur í eggið og svo í raspinn sem búið er að mixa með salti, pipar og basil. Þessu er síðan skellt á grillpönnu með smá olíu og sesam sáldrað yfir.

Þetta er skuggalega gott og djúsí og býður uppá alls konar möguleika.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s