Grilluð pizza

2015-06-03 19.53.48

Ég hef verið að borða heimatilbúnar pizzur vitlaust í öll þessi ár.

Ég lét nýju fínu brauðvélina mína gera pizzadeig, henti innihaldinu í boxið og einungis 1,5 klst síðar (!?) var þetta ljómandi fína og vel hnoðaða deig klárt.

Pizzan fór á járnpizzaplatta með töng á grillið og ég setti bara basic sósu, ost og hvítlauk…til að byrja með. Þegar pizzunni var orðið sæmilega hlýtt fóru svo ólívur, graslaukur, basil og parmesan yfir.

Í lokin setti ég svo olíu og rioja skinku, maður þarf nefnilega að nýta afgangana krakkar ha?!

Það er öðruvísi stemming í þessu og mjög ólíkt því að baka í ofni, maður þarf að passa sig að brenna ekki botninn, getur verið gott að setja upprúllaðan álpappír undir plötuna til að fjarlægja pizzuna frá eldinum.

2015-06-03 20.16.41

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s