Vietnam market á Suðurlandsbraut er algjör geimsteinn, þar fæst alls konar kruðerí frá Austurlöndum nær og fjær. Ég kíkti þangað í fyrsta skiptið um daginn og fór út klyfjaður af góðgæti.
Ég keypti meðal annars tempura-duft sem maður hrærir í vatn og úr verður þetta ljómandi fína deig sem má gluða á hvaðeina og djúpsteikja síðan.
Ég skar gulan og grænan kúrbít í ca 5mm sneiðar og velti upp úr deiginu, djúpsteikti síðan í nokkrar sekúndur og kryddaði með einhverju töfrakryddi frá McCormick sem var ljómandi gott.
Ég keypti líka myntugel í Vietnam market og hrærði því í gríska jógúrt og úr varð ljómandi fín ídýfa fyrir kúrbítinn. Öðruvísi og skemmtilegt bragð í smáréttaveisluna.