Baconvafðar kartöflur með gummsi

Ótrúlega tímafrekur en einfaldur réttur sem hægt er að nýta sem aðalrétt eða meðlæti til dæmis með grillmat. Bökunarkartöflurnar sem ég notaði voru ekki alveg nógu góðar, erlendar og allt of mjölmiklar, ekkert kvalítet-Þykkvabæjar-stöff. Innihald (fyrir 2)4 BökunarkartöflurSlatti af baconBBQ sósaHálfur rauðlaukurHálfur pakki af rjómaosti með pipar1 dl mjólk50 gr smjörParmesan eða cheddar Maður byrjar…

Baconvafin kjúklingabringa með hnetusmjöri

Kjúklingurinn er forsteiktur og chillikryddaður í Formanninum, síðan er önnur hliðin smurð með hnetusmjöri og vafin síðan í hunangsbacon. Meðlæti er síðan marokkóskt kúskús og og wok-grænmeti sem er steikt upp úr vandræðalega góðri teriyaki sósu (sem fæst í Kosti) Tiltölulega létt og gott gúrmei bras 🙂

Bratwurst í baconteppi með döðlum

Þetta er beygla með smurosti, bbq-sósu, rauðlauk, bratwurst í baconteppi, sterku sinnepi, osti og döðlum. Bratwurst-pylsurnar eru skorna langsum og þær fléttaðar í hunangsbacon-teppi. Döðlurnar eru svo á spjallinu við sinnepið allan tímann. Gúrmei bras.

Mexíkósk beygla

Já þetta gerðist! Baconvafin kjúklingabringa böðuð í trufflusinnepi á beyglu með bacon-smurosti, Jack Daniels BBQ-sósa og smá Hellmans, ostastrimlar á toppinn og serverað með BBQ-Doritos. Laufléttur mánudagur!

Bacon og banana pizza

Afgangapizza, gerist varla betra. Bacon, bananar, chilli, gráðostur á helming, pepperoni, laukur, tómatar, ætiþistlar, mexíkó-ostur, hvítlaukur á hinn. Gott stöff! Það er aldrei nóg af osti.

Baconvafin kjúklingabringa með hunangsristuðu grænmeti

Bacon vafin kjúklingabringa með hunangsristuðu grænmeti. Ótrúlegt hvað bringurnar verða mjúkar og djúsí þegar maður vefur gljáandi bacon-inu utan um. Wok-grænmetið er ristað létt á pönnu (ná frostinu úr) síðan set ég 3 msk af rauðu Dijon sinnepi og 2 msk af hunangi og rista vel og jafnvel brenni smá því þannig fíla ég það….

Bratwurst beygla með bacon og bbq sósu

Beygla með bratwurst pylsu, bacon og bbq-sósu. Steikti pylsurnar og skar rauf í þær og setti rautt Dijon sinnep með papriku og hvítlauk (fæst í Nóatúni), ég þakka Tómasi Hermannssyni fyrir ábendinguna. Beyglurnar eru smurðar með rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, pylsur þar ofan á, svo bacon, ostur, bbq-sósa og tómatsneiðar. Serverað með sýrðum rjóma. Einkunn:…

Ofurnachos

Ofur-nachos!! Var með tvenns konar flögur sem ég raðaði á brúnirnar á stórum disk. Síðan kom þetta í nokkrum lögum. Fyrst var nautahakk, síðan refried baunir, ostasósa og salsasósa. Bacon þar ofan á, rifinn cheddar, guacamole og sýrðum rjómi. Nautahakkið var steikt með rauðlauk, hvítlauk, gulum baunum og bbq-sósu. Síðan setti ég allt fjallið í…

BBQ kjúklingasalat

BBQ-kjúklingasalat með vínberjum og ristuðum pekan-hnetum. Kjúklingabringur eru grillaðar með BBQ-marineringu Romain-salat og spínat þvegið og sett í skál Rauðlaukur Rauð vínber Ristaðar pekan-hnetur Dressingin: 3 msk majó 3 msk sýrður rjómi 1 msk Dijon sinnep 1 msk hunang 2 hvítlauksrif Sítrónusafi Einkunn: 8,5

Baconblóm

Á sunnudegi er tilvalið að fá sér bacon-blóm! Samstarfskona mín Eva Rós skoraði á mig og ég gat ekki skorast undan, sendi henni bestu þakkir. Baconinu er raðað í muffins form þannig að það hylji botninn, sett í ofn í smá stund til að koma því af stað, síðan er eggið sett varlega ofan í,…