Sriracha beikondöðlur

Ég hélt smá menningarkaffiboð á Menningarnótt. Ég elska að halda svona boð því þá fær maður tækifæri til að bjóða uppá alls konar smárétti, prófa sig áfram, sjá hvað virkar, hitta fullt af fólki og ekkert sitjandi borðhalds vesen. Ég er mjög hrifinn af Stubb’s BBQ-sósunum sem fást núna út um allt. Fyrir þremur árum…

Fylltar kjúklingabringur vafðar í beikon með sætum kartöflum og bláberjasalati

Á föstudaginn eldaði ég fyrir hressan gæsahóp í Kópavoginum. Það var óvænt og skemmtilegt. Boðið var uppá fylltar kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti sem voru vafðar í beikon og smurðar með BBQ-lime olíu, grillaðar sætar kartöfluskífur, villisveppasósu og bláberjasalat. Svona var þetta: Kjúklingur Þú þarft: Kjúklingabringur Sólþurrkaða tómata Fetaost Beikon BBQ-lime olíu Salt Bringurnar…

Fylltar kartöflubombur með gráðaosti, döðlum og beikoni.

Gráðaostur og döðlur eru svaðalegt combo sem gengur upp…alltaf. Ég hef áður gert kartöflubombur, eiginlega fyrir löngu síðan, í árdaga þessarar síðu, fyrir næstum fjórum árum síðan, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt: https://toddibrasar.com/2012/09/29/kart-flubombur/ Þar sem ég komst yfir glænýjar fallegar Þykkvabæjar kartöflur ákvað ég að henda aftur í kartöflubombur. Það sem þú þarft er: 4…

Beikonvafðar döðlur með gráðaosti

Það ætti að vera lesendum ljóst að beikon er mjög ofarlega í fæðupýramídanum mínum. Beikonvafðar döðlur eru það einnig og hef ég skrifað nokkrar færslur um þær. Hér er til dæmis hægt að finna alls konar skemmtilegar útfærslur sem ég gerði fyrir viðtal í Bændablaðinu 2014, allt mjög eðlilegt við það að vera í viðtali…

Beikonvafinn banani fylltur með hnetusmjöri

Ég hef aldrei verið hrifinn af beikonvafinni hörpuskel, það er eitthvað við bragðið og áferðina sem truflar mig. Hins vegar finnst mér það mjög fallegur réttur, hörpuskelin gefur manni fögur fyrirheit um gott bragð og eilífa hamingju en svíkur svo allt sem sem hún hafði lofað og maður situr eftir með salt-fiskibragð og klígju yfir gúmmíkenndri…

Baconvafinn rabarbari

Nei þetta eru ekki baconvafðar pylsur, heldur baconvafinn rabarbari. Rabarabara seasonið er gengið í garð og þess vegna tilvalið að gera tilraunir…rabarbarbari, það er gaman að segja rabarbarbarbarbarbari.   Ég valdi vel rauða stöngla, skar í hæfilega bita og lét liggja í hunangi í smástund, skar smá rendur í stönglana svo að hunangið næði í…

Fylltar beikondöðlur

Ferskar döðlur eiga hug minn allann. Ég prófaði mig áfram með fjórar útfærslur á þessu vinsæla kokteilboðssnarli. Þar sem döðlurnar eru ferskar eru þær extra mjúkar og því vil ég gjarnan hafa eitthvað crunchy með, ég tek steininn úr og nota þær hálfar í hvern bita, ég nota svo hálfa sneið af beikoni í hvern…

BBQ & baconvafðar döðlur með hrískökukurli

Ómæómæómæómæ. Ég er stundum spurður: „Þröstur, þarf alltaf að vera einhver fyrirhöfn í matargerðinni hjá þér?“ Ég segi: JÁ! Mér leiðist endurtekningar og elska að gera eitthvað undarlegt og ögra bragðlaukunum, stundum gengur það upp en stundum ekki…þá póstar maður ekki bloggfærslu um það 🙂 Að þessu sinni gekk það hins vegar fullkomnlega upp, þetta…

Baconpoppkorn

Baconfestivalið nálgast og því fannst mér tilvalið að gera þessu eðalmeti hátt undir höfði. Ég skellti þess vegna í baconpopp, ég er mikill poppmaður og á mína leyniuppskrift sem ekki verður gefin upp að sinni. En baconpoppið er annað mál. Maður byrjar á því að steikja slatta af baconsneiðum í popppottinum og passar að fitan…