Enskar skonsur með súkkulaðibitum

Emilie’s á horni Hverfisgötu og Barónsstígs býður uppá líklegast besta úrval af enskum skonsum sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Hjá Emelie’s, sem er nb frönsk keðja, er hægt að fá allt að 6 tegundir af skonsum á hverjum morgni sem eru bakaðar í litla ofninum þeirra. Þetta er fullkominn göngutúr fyrir mig eftir morgunsund…

Leyniís fyrir partýljón

Okokok ekki segja neinum að þið hafið frétt þetta frá mér….eeen, ef þið fáið það daunting task að koma með eftirrétt í næsta matarboð, þá er ég með geggjað twist. Ég fann ótrúlegan, já ég sagði ÓTRÚLEGAN, Haagen Dazs ís í litlu Háskólabúðinni á Eggertsgötu, hef ekki séð þessa tegund annars staðar. Salted Caramel Cheesecake……

Friggin foccacia!

Foccacia, heilaga brauðið, ég gæti lifað á þessu! Við erum ekki alveg að tala um hefðbundið foccacia heldur er þetta FRIGGIN FOCCACIA! Hlaðið af ólívum, mozzarella, chilli, hvítlauk og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er pínu föndur og maður þarf að gefa sér smá tíma en í raun er þetta basic, hugsaðu um…

Hinsegin djúpsteikt blátt blómkál

Hinsegin dagar eru í pípunum og því ber að fagna. Það þarf ekki allt að vera eins, það þarf ekki allt að vera litlaust, það þarf ekki allt að vera leiðinlegt. Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir fái að vera eins og þeir vilja vera. Tempura gerir allt betra, það er hægt að bókstaflega djúpsteikja…

Sólbaðað sumarsalat

Ég er nýkominn heim frá Napólí á Ítalíu þar sem ég tók inn sólarskammtinn fyrir þetta sumar. Stundum finnst mér eins og matur geti breytt öllu, einn lítill réttur eða lykt af mat getur fært mig á milli staða í huganum.  Ég veit að sumarið hérna í Reykjavík er búið að vera frekar…blautt, grátt og…

Messi maís með majónesi

Messi er magnaður, Messi elskar maís, nokkuð viss um að hann elski  majónes líka, parMesan…og allt sem er mmm. Ímyndið ykkur að hér standi eitthvað sniðugt um HM og að Ísland sé að fara spila við Argentínu næstu helgi. Já fellow kids, ég féll í þessa gryfju, lægsti samnefnari, stuðlun, tíðaranda reference, miðaldra maðurinn sem…

Grískur sítrónukjúklingur, fullkominn fyrir Eurovision!

Eurovision, móðir allra sjónvarpsviðburða er í fullum gangi þessa vikuna. Það er hægt að elska eða hata Eurovision en það eru fáir viðburðir sem búa til jafn mörg teitistilefni eða er jafn mikill hvati til að hittast og borða góðan mat saman. Ég er rosalegur Eurovision aðdáandi, ég hreinlega elska þetta. Tónlistin er yfirleitt hræðileg…