Hinsegin dagar eru í pípunum og því ber að fagna. Það þarf ekki allt að vera eins, það þarf ekki allt að vera litlaust, það þarf ekki allt að vera leiðinlegt. Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir fái að vera eins og þeir vilja vera. Tempura gerir allt betra, það er hægt að bókstaflega djúpsteikja…
Sólbaðað sumarsalat
Ég er nýkominn heim frá Napólí á Ítalíu þar sem ég tók inn sólarskammtinn fyrir þetta sumar. Stundum finnst mér eins og matur geti breytt öllu, einn lítill réttur eða lykt af mat getur fært mig á milli staða í huganum. Ég veit að sumarið hérna í Reykjavík er búið að vera frekar…blautt, grátt og…
Messi maís með majónesi
Messi er magnaður, Messi elskar maís, nokkuð viss um að hann elski majónes líka, parMesan…og allt sem er mmm. Ímyndið ykkur að hér standi eitthvað sniðugt um HM og að Ísland sé að fara spila við Argentínu næstu helgi. Já fellow kids, ég féll í þessa gryfju, lægsti samnefnari, stuðlun, tíðaranda reference, miðaldra maðurinn sem…
Next level hvítlauksbrauð
Ótrúlega auðvelt og fáranlega gott tvist á ósköp venjulegt hvítlauksbrauð
Grískur sítrónukjúklingur, fullkominn fyrir Eurovision!
Eurovision, móðir allra sjónvarpsviðburða er í fullum gangi þessa vikuna. Það er hægt að elska eða hata Eurovision en það eru fáir viðburðir sem búa til jafn mörg teitistilefni eða er jafn mikill hvati til að hittast og borða góðan mat saman. Ég er rosalegur Eurovision aðdáandi, ég hreinlega elska þetta. Tónlistin er yfirleitt hræðileg…
Sikileyjarbaka með pistasíum og Chili bearnaise
Ég er búinn að vera með Sikiley á heilanum síðan ég var að þvælast þar sumarið 2016. Þar var allt nýtt, ég gisti á sveitabæjum og lærði alls konar í matreiðslu, lærði meðal annars að elda sverðfisk, gera pistasíu og sardínu pestó (sem er viðbjóður BTW) og lærði að meta grænmetispizzur. Kartöflur, ólívur, þistilhjörtu, döðlur,…
Deig Workshop
Ég fór í smá roadtrip ásamt vinnufélögum mínum í hádeginu í dag. Áfangastaðurinn var bakarí sem átti að jafnvel skáka við Brauð&Co. Seljabraut….Seljabraut í efra Breiðholti…allt í lagi þá. Hverjum dettur eiginlega í hug að opna hipstera bakarí í efra Breiðholti?? Jú, teymið á bakvið hinn geggjaða Le Kock í Ármúla, staðurinn sem átti að…
Appelsínugljáðar gulrætur með chilli og fennel
Mjög einfaldur réttur sem hentar frábærlega með alls konar kjöti eða bara sem nart á veisluborð eða í partýið. Þú þarft: 700 gr gulrætur 3 msk ólívuolía 2 appelsínur 3 msk hunang Glás af fennel fræjum 1 msk chilliflögur Reykt paprika Salt Marineringin er sett saman, safinn kreystur úr appelsínunum og blandað saman við olíuna,…
Nauta trufflumarinering
Yfirleitt vil ég sem minnst eiga við nautakjöt, smjör, salt og pipar og steinþegiðu svo. Hins vegar geeetur verið gott að setja smá asíska töfra í marineringu. Ég keypti geggjað framfille hjá Kjöt og fisk á Bergstaðastræti, uppáhalds kjötbúðin mín…ok mögulega er ég pínu hlutdrægur, vann þarna í ár við að afgreiða og spjalla við…
Heitur skinkubrauðréttur
Fermingartímabilið er runnið upp með öllum sínum kransakökum, brauðtertum marsípanrjómaklessum o.s.fr.v. Raunveruleg stjarna allra fremingarveislna er að mínu mati hins vegar heiti skinkubrauðrétturinn. Með nóg af mjúkum aspas, tonni af osti og kruðeríi. Fullkomið í minningunni þegar maður skreið skeeelþunnur í fermingarveislu hjá fjarskyldum unglingi sem maður hafði aldrei átt í samskiptum við. Þetta er…